50 ára Bylgja er Skagamaður, fædd og uppalin á Akranesi. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og vinnur á vöknun á skurðstofunni á Sjúkrahúsinu á Akranesi. „Ég sinni fólki sem er að koma úr skurðaðgerð.“ Bylgja sat í…

50 ára Bylgja er Skagamaður, fædd og uppalin á Akranesi. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og vinnur á vöknun á skurðstofunni á Sjúkrahúsinu á Akranesi. „Ég sinni fólki sem er að koma úr skurðaðgerð.“ Bylgja sat í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í þrjú ár og stjórn Vesturlandsdeildar FÍH í tvö ár.

Áhugamál Bylgju eru útivist, fjölskyldan, ferðast um landið og sveitir. „Við erum hér um bil flutt vestur á Mýrar við Hítarána, erum búin að byggja okkur hús þar sem maðurinn minn er alinn upp. Við erum búin að selja húsið okkar hér á Akranesi en leigjum hérna og búum aðallega fyrir vestan. Þetta er 50 mínútna akstur upp á Akranes en við vinnum bæði þar.“

Jörðin heitir Skiphylur en svæðið þar sem Bylgja og Björn maðurinn hennar eiga heitir Krókur. „Við

...