Ingibjörg Jónína Þórðardóttir (Lilla frá Skálanesi) fæddist 11. ágúst 1932 á Akureyri. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 25. ágúst 2024.

Ingibjörg var dóttir hjónanna Þórðar Jónssonar skipstjóra og skipasmiðs á Bergi, f. 10.6. 1887, d. 1.2. 1939, og Kristbjargar Stefánsdóttur húsfreyju og matselju í Skálanesi í Vestmannaeyjum, f. 12.7. 1896, d. 8.3. 1984.

Systur Ingibjargar eru Álfheiður Lára, f. 26.2. 1928, d. 28.12. 2005, Oddný Guðbjörg, f. 15.8. 1929, d. 23.10. 1998, og Þóra, f. 16.4. 1939.

Hálfsystkini föðurmegin: Jónína Ásta, f. 27.11. 1918, d. 28.9. 1995, Bergþóra, f. 16.3. 1924, d. 16.7. 2004, Jóhann Gunnar, f. 9.3. 1919, d. 9.2. 1920, Jón Sigurður, f. 17.6. 1921, d. 7.5. 2017, og Sveinbjörg Alma, f. 22.12. 1925, d. 28.3. 1936.

...