Viðureign Íslands og Svartfjallalands á Laugardalsvellinum í kvöld, sem hefst klukkan 18.45, ætti að vera fyrri úrslitaleikur liðanna um að forðast fall úr B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Í það minnsta ef heimslisti FIFA er tekinn hátíðlega
Þjóðadeildin Gylfi Þór Sigurðsson kemur á ný inn í íslenska landsliðið gegn Svartfjallalandi í kvöld.
Þjóðadeildin Gylfi Þór Sigurðsson kemur á ný inn í íslenska landsliðið gegn Svartfjallalandi í kvöld. — Morgunblaðið/Eggert

Þjóðadeild

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Viðureign Íslands og Svartfjallalands á Laugardalsvellinum í kvöld, sem hefst klukkan 18.45, ætti að vera fyrri úrslitaleikur liðanna um að forðast fall úr B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Í það minnsta ef heimslisti FIFA er tekinn hátíðlega. Þar er Tyrkland í 26. sæti, Wales í 30. sæti, Ísland í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti.

Þessar fjórar þjóðir skipa 4. riðil Þjóðadeildarinnar 2024-25 en sigurliðið vinnur sér sæti í A-deild, neðsta liðið fellur í C-deild, og nú hefur umspili verið bætt við. Liðið í öðru sæti fer í umspil um sæti í A-deildinni og liðið í þriðja sæti í umspil um að halda sér í B-deildinni.

Þá getur góður árangur

...