Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Margir nemenda okkar eru ótrúlega fljótir að ná grunnfærni í íslensku, sem svo verður meiri með tímanum. Þá er líka mjög ánægjulegt að eftir fjögurra anna nám fara margir þessara krakka í frekara nám, svo sem í iðngreinum, enda hefur þeim verið kynnt hvað hér er í boði,“ segir Inga Huld Guðmannsdóttir, kennari við Tækniskólann.

Inga Huld kennir í Tækniskólanum á íslenskubraut, sem er ætluð nemendum með annað móðurmál en íslensku og hafa þar með ólíkan bakgrunn hvað varðar nám, menningu og tungumál. Í náminu er farið í tungumálið, en góð geta og færni í því er lykill að íslensku samfélagi, enda er líka um það fjallað og frætt á brautinni.

Koma brosandi til baka

...