Í sumar hafa spjótin beinst að skólakerfinu vegna þess að æ fleiri drengir sitja af sér grunnskólann án þess að ná þeirri færni í lestri sem gert er ráð fyrir. Alls kyns sökudólgar eru nefndir til: skortur á samræmdum prófum, agaleysi í skólum,…
Það er ekki augljóst hvernig eigi að sannfæra snjallsímakynslóðina um að það geti verið spennandi og skemmtilegt að lesa bækur í einrúmi.
Það er ekki augljóst hvernig eigi að sannfæra snjallsímakynslóðina um að það geti verið spennandi og skemmtilegt að lesa bækur í einrúmi. — Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir.

Tungutak

Gísli Sigurðsson

gislisi@hi.is

Í sumar hafa spjótin beinst að skólakerfinu vegna þess að æ fleiri drengir sitja af sér grunnskólann án þess að ná þeirri færni í lestri sem gert er ráð fyrir. Alls kyns sökudólgar eru nefndir til: skortur á samræmdum prófum, agaleysi í skólum, tölvuleikir og snjallsímar með ævintýramyndum og ofurhetjum. Að sjálfsögðu er það alvörumál ef unglingar geta ekki lesið sér til gagns. Allt okkar lýðræðiskerfi byggist á því að fólk geti aflað sér áreiðanlegra upplýsinga með lestri til að mynda sér skoðun á helstu málefnum.

En það er greinilega ekki sjálfsagt að drengir þurfi að vera góðir í lestri til að láta að sér kveða í þjóðlífinu – eins og komið hefur á daginn í

...