Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að íslenskt samfélag glími við mjög alvarleg eftirköst af kórónuveirufaraldrinum. Sjálfsmynd og félagsþroski barna hafi beðið skipbrot í mörgu tilliti
Geðrænn vandi Grímur Atlason og Tryggvi Hjaltason ræða versnandi andlega líðan barna í Spursmálum á mbl.is.
Geðrænn vandi Grímur Atlason og Tryggvi Hjaltason ræða versnandi andlega líðan barna í Spursmálum á mbl.is. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að íslenskt samfélag glími við mjög alvarleg eftirköst af kórónuveirufaraldrinum. Sjálfsmynd og félagsþroski barna hafi beðið skipbrot í mörgu tilliti. Segir hann að samfélagsmiðlar, sem börn hafi leitað meira skjóls af, séu einnig mikið eitur í beinum. Hann segir einfaldlega að ekki eigi að hleypa börnum á samfélagsmiðla.

„Ég persónulega spyr hvort það væri verra fyrir átta ára barn að fá karton af Camel en til dæmis iPadinn þinn með öllum forritunum. Það er stórt að segja þetta en þetta er mjög alvarlegt.“

Hvert er svarið?

„Ja, það er ekki Geðhjálp að tala hérna, það er

...