Áframhaldandi þétting innan núverandi vaxtarmarka mun ekki leysa húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins, þó að einhverjir hafi talið sér trú um slíkt.
Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir

Ásdís Kristjánsdóttir

Eitt brýnasta hagsmunamál heimila í dag er að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Öll gögn benda til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, sem eykur á vanda sem er ærinn fyrir. Í dag hefur það verið metið að byggja þurfi 5.000 nýjar íbúðir á ári en til samanburðar hafa árlega verið byggðar ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika.

Íbúðaskorturinn er að valda fimmfalt meiri raunhækkun á verði fasteigna hér á landi en í nágrannalöndum okkar með miklum ruðningsáhrifum á efnahag þjóðarinnar, stóraukinni verðbólgu og viðvarandi háum vöxtum. Ungt barnafólk með meðaltekjur á margt hvert ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær

...