Alls hafa 196 uppljóstrarar starfað fyrir embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011, þar af níu á þessu ári að því er fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Dagbjört Hákonardóttir varaþingmaður…
Lögregla Alls hafa 196 uppljóstrarar starfað fyrir lögreglu frá 2011.
Lögregla Alls hafa 196 uppljóstrarar starfað fyrir lögreglu frá 2011. — Morgunblaðið/Eggert

Alls hafa 196 uppljóstrarar starfað fyrir embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011, þar af níu á þessu ári að því er fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi.

Dagbjört Hákonardóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um fjölda uppljóstrara hjá lögregluembættum landsins frá árinu 2011. Fram kemur í svarinu, að uppljóstrarar hafi aðeins starfað fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 152 karla og 44 konur.

Í viðkvæmri stöðu

Í svarinu segir að uppljóstrari sé í mjög viðkvæmri stöðu og beri lögreglu að viðhafa leynd um hver hann er. Ekki sé haldin skrá um það hvort grunaðir einstaklingar eða sakborningar í málum hafi fengið þá stöðu vegna upplýsinga sem stafa frá uppljóstrurum enda geti þær upplýsingar annaðhvort leitt til þess

...