Mikil óvissa er enn um tölur í tvöfalt dýrari samgöngusáttmála

Ýmsir stjórnmálamenn sem áður höfðu miklar efasemdir um samgöngusáttmálann svokallaða sem undirritaður var fyrir fimm árum virðast hafa tröllatrú á samgöngusáttmálanum sem undirritaður var á dögunum. Þessi nýja trú á verkefninu verður til þrátt fyrir að allar verstu spár um kostnaðarauka hafi gengið eftir, það er að segja að verkefnið tvöfaldist í verði frá því sem gengið var út frá fyrir fimm árum.

Fyrir um það bil ári þegar það kom upp á yfirborðið að kostnaðurinn færi líklega úr böndum með þessum hætti stigu einhverjir stjórnmálamenn fram og töldu að endurskoða yrði áformin. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að þrjú hundruð milljarða kostnaður og gott betur væri óviðunandi.

Þá virtust þeir sem ábyrgð bera á fjárreiðum ríkisins líka vera þeirra skoðunar, og töluðu um það af nokkurri festu, að ríkið ætti ekki að koma að

...