Úr menningu er hægt að fá bæði andlega næringu og auðæfi, einnig er allt sem tengist mat sannarlega menning,“ segir Pétur Már Guðmundsson þegar hann er spurður að því hvers vegna menningarhátíðin Haustgildi, sem haldin verður á Stokkseyri nú…
Lay Low Hún er meðal margra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni.
Lay Low Hún er meðal margra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Úr menningu er hægt að fá bæði andlega næringu og auðæfi, einnig er allt sem tengist mat sannarlega menning,“ segir Pétur Már Guðmundsson þegar hann er spurður að því hvers vegna menningarhátíðin Haustgildi, sem haldin verður á Stokkseyri nú um helgina, hafi undirtitilinn: menning er matarkista.

„Haustgildi er uppskeruhátíð í víðri merkingu sem fagnar hausti og uppskeru með það að markmiði að tvinna saman menningarviðburði og markaði í fjölskylduvæna upplifun við ströndina. Við fengum þessa hugmynd upphaflega, hópur fólks sem þá var nýkominn inn á Stokkseyri, eftir að við fluttum hingað inn á Brimrót, þar sem er aðstaða fyrir listafólk. Hér á Stokkseyri er mikil listræn starfsemi, nokkur galleri og ýmislegt fleira, mikil gróska, ræktun

...