Á þessari öld hafa ráðstöfunartekjur fólks með meistaragráðu staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu.
Kolbrún Halldórsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir

Kolbrún Halldórsdóttir

Á þessari öld hafa ráðstöfunartekjur fólks með meistaragráðu staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu. Virði meistaragráðu hefur með öðrum orðum ekkert aukist í kaupmætti í rúmlega tuttugu ár. Á sama tíma hefur íslenska hagkerfið vaxið um 45% á hvern íbúa og kaupmáttur launa aukist um 66% heilt yfir. Vandinn er að næstum ekkert af kaupmáttaraukningunni og hagvextinum hefur skilað sér til háskólamenntaðra sem setið hafa eftir í öllum skilningi. Hvati fólks til að sækja sér háskólamenntun fer eðlilega minnkandi við þessar kringumstæður. Af sjónarhóli hagfræðinnar mætti segja að fjárfesting í háskólamenntun sé einfaldlega komin í ruslflokk.

Tugmilljóna tekjufórn

Ungt fólk stendur frammi fyrir tveimur kostum að loknum framhaldsskóla; fara beint á vinnumarkað eða leggja á sig nám í háskóla eða iðn-

...