Það er engin þörf á að vísa þessu myglumáli í lærðar nefndir. Hins vegar þarf að loka byggingum sem eru búsvæði myglu.
Bryndís Víglundsdóttir
Bryndís Víglundsdóttir

Bryndís Víglundsdóttir

Það er heldur nöturleg fréttin úr Laugarnesskólanum um myglu sem herjar á húsið. Þessi skóli er vinnustaður fjölda barna og kennara þeirra. Margir kennarar í þessum skóla og fleiri skólum og leikskólum hafa orðið að leggja niður störf, tímabundið eða alfarið, vegna heilsubrests. Já, hvað finnst foreldrum um þetta? Ég hlýt einnig að spyrja: hvernig líður börnunum í skólastofum sínum þar sem myglan hefur búið um sig?

Ég hef ekki séð að foreldrar séu að gera alvarlegar athugasemdir við það að kennari barna þeirra hrökklist burtu frá skólanum vegna myglu sem rústar heilsu þeirra sem í þessu lenda. Börnin eru send daglega í skólann og ég hlýt að spyrja: hvernig líður þeim í þessu mygluumhverfi? Höldum við virkilega að börnin okkar séu öll útbúin með mygluvarnarkerfi sem ver þau fyrir skaðsemi myglunnar?

...