Pavel Durov, stofnandi og framkvæmdastjóri samskiptamiðilsins Telegram, lýsti því yfir í gær að miðillinn myndi grípa til hertra aðgerða gegn ólöglegu efni í Telegram-snjallsímaforritinu. Durov var handtekinn á dögunum og ákærður fyrir að hafa…
Pavel Durov
Pavel Durov

Pavel Durov, stofnandi og framkvæmdastjóri samskiptamiðilsins Telegram, lýsti því yfir í gær að miðillinn myndi grípa til hertra aðgerða gegn ólöglegu efni í Telegram-snjallsímaforritinu.

Durov var handtekinn á dögunum og ákærður fyrir að hafa brotið gegn frönskum lögum um varnir gegn ólöglegu efni á netinu en Durov lýsti því yfir í fyrradag að ákærurnar væru á misskilningi byggðar. Hann viðurkenndi þó að Telegram væri ekki fullkomið, og í gær bætti hann um betur og sagði að nú yrði gripið til aðgerða gegn því „0,001 prósenti notenda“ sem nýttu miðilinn til glæpsamlegra verka, en talið er að minnst 950 milljónir manns noti Telegram reglulega.