Fréttamaðurinn kallaði fyrir landbúnaðarráðherra og mætti ofjarli sínum.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Oft minnist ég þess hversu mikill ríkisútvarpsmaður ég var á mínum ungdómsárum. Nú eru farnar að renna á mig tvær grímur og velti ég oft fyrir mér þeirri miklu lögvörðu einokunaraðstöðu sem Ríkisútvarpið hefur á sístækkandi fjölmiðlamarkaði. Og æ oftar finnst mér fréttamenn RÚV brjóta hlutleysishlutverkið sem þeim er fyrirskipað í lögum að halda. Bergsteinn Sigurðsson er vaskur maður og minnir á Skarphéðin og fer oft óvarlega með Rimmugýgi, beitir öxinni fast og heggur á báða bóga.

Í Kastljósþætti á miðvikudagskvöld tók hann fyrir nýsett búvörulög og vandaði Alþingi ekki kveðjurnar og fór frjálslega með staðreyndir málsins. Hann kallaði fyrir landbúnaðarráðherra Bjarkeyju Olsen og mætti ofjarli sínum. Bjarkey var sannfæringin uppmáluð og hvert högg Rimmugýgjar geigaði og fyrir rest stóð spyrill einokunarstöðvarinnar eftir með

...