Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Vínheildverslunin Sante hagnaðist um 61 milljón króna á síðasta ári en um tæpar 2 milljónir 2022. Tekjur voru 524 m.kr. og drógust saman um 57 m.kr. milli ára.

Í samtali við ViðskiptaMogga kveðst Arnar Sigurðsson, stærsti eigandi Sante, hafa áhyggjur af mikilli aukningu stuldar úr verslunum. „Nú er þetta ekki búðarhnupl eins og menn þekkja þar sem fólk stingur einhverju inn á sig. Nú mæta gengi inn í verslanir, fylla körfur og labba út með vörurnar,“ segir Arnar.

Hann segir að dýrar vörur eins og humar og nautalundir hverfi þannig í stórum stíl sem og snyrtivörur, rakvélablöð og áfengi. Þetta sé svo selt á netinu og jafnvel til veitingastaða. Þetta muni hafa áhrif á allan rekstur og verðlagningu.
tobj@mbl.is