Jenetta Bárðardóttir fæddist 12. maí 1949. Hún lést 23. ágúst 2024.

Útför hennar fór fram 6. september 2024.

Góða ferð í sumarlandið mín kæra. Árið 2002 kynntist ég Jenettu þegar hún og Benóný urðu nágrannar okkar hjóna í Hestlandi, en þau byggðu sér bústaðinn Draum. Fljótlega fórum við Jenetta að starfa saman í stjórn sumarhúsafélagsins og óx af því samstarfi mikill vinskapur. Jenetta var með sinn gráa húmor eins og hún orðaði það sjálf og oft kom hún manni á óvart með þeim „gráa“ en honum hélt hún til síðasta dags. Umhyggja hennar fyrir fjölskyldu sinni leyndi sér ekki og áhuginn á hvernig gekk hjá minni fjölskyldu var einlægur, barnabörnin mín spurðu ætíð um hana þegar komið var í sveitina, hvort hún væri líka í sveitinni. Jenetta var alger nagli og glæsileg kona sem gott var að vinna með og vera samvistum við, ófáum

...