Vigdís Häsler
Vigdís Häsler

Vigdís Häsler, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, hefur verið fengin til liðs við nýstofnað félag, Kleifar fiskeldi ehf. Hún mun formlega hefja störf 1. nóvember næstkomandi.

Kleifar fiskeldi er í eigu Róberts Guðfinnssonar stofnanda Genís, Árna Helgasonar, verktaka á Ólafsfirði, og annarra fjárfesta, og áformar uppbyggingu á allt að 20.000 tonna laxeldi í Fjallabyggð og í fjörðunum við Tröllaskaga.

Fjölbreytt reynsla

Vigdís lét af starfi framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í apríl sl., en starfaði áður á Alþingi fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún kom að undirbúningi að gerð þingmála fyrir þingmenn. Árið 2017 var Vigdís aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hún starfaði einnig sem lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar

...