Kannski þarf að kalla saman ríki, sveitarfélög, Alþingi og vinnumarkaðinn í allsherjarátak um framboð lóða og losun hindrana.
Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson

Friðjón R. Friðjónsson

Ágreiningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um vaxtarmörk húsnæðisuppbyggingar er þessa dagana að brjótast upp á yfirborðið. Sú staðreynd að varaborgarfulltrúi Viðreisnar, með færri atkvæði á bak við sig en fjórði varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fer í reynd með neitunarvald þróunar húsnæðisuppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu stendur í mörgum og getur ekki talist lýðræðisleg.

Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, sem myndaður var um stefnumál Samfylkingarinnar undir forystu oddvita Framsóknarflokksins, vinnur gegn því að framboð á húsnæði verði aukið með meira lóðaframboði. Framsóknarmenn annars staðar á höfuðborgarsvæðinu átta sig á stöðunni og reyna að benda á að nauðsynlegt er að brjóta nýtt land undir byggð. Meira að segja aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, sem þar til í vor fór með

...