Ólafur Ragnarsson fæddist 8. september 1944 á Siglufirði. Foreldrar hans voru Þ. Ragnar Jónasson, f. 1913, d. 2003, og Guðrún Ólafsdóttir Reykdal, f. 1922, d. 2005.

Ólafur nam dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Danmörku og Svíþjóð 1966 og við háskólann í Syracuse í New York 1973.

Ólafur var blaðamaður við Alþýðublaðið 1965, frétta- og dagskrárgerðarmaður við Sjónvarpið 1966-76 og ritstjóri Vísis 1976-81. Hann stofnaði, ásamt konu sinni, bókaforlagið Vöku 1981, var framkvæmdastjóri Vöku, síðar Vöku-Helgafells og svo stjórnarformaður Eddu – miðlunar og útgáfu hf. til 2002. Hann var siðan annar stofnenda bókaforlagsins Veraldar 2005.

Hjá Sjónvarpinu gerði Ólafur fjölda heimildarkvikmynda og -þátta og hafði einnig umsjón með

...