Gunnar fæddist á Hjalla við Grenivík 28. ágúst 1947. Hann lést 28. ágúst 2024.

Foreldrar hans voru þau Kristinn Jónsson, bóndi á Hjalla á Látraströnd, síðar kennari og skólastjóri á Grenivík, og Steingerður Kristjánsdóttir, húsfreyja á Hjalla og Grenivík, seinni kona Kristins.

Gunnar var ókvæntur og barnlaus. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1968. Gunnar starfaði við ýmislegt á Grenivík, m.a. í fiski. Mest vann hann þó við búskap og bjó með nokkrar kindur á Hjalla og ræktaði þar kartöflur. Skömmu eftir stúdentsprófið fór hann til Noregs til að kynna sér minkarækt. Hafði hann hugmyndir um að setja upp minkabú í Eyjafirði en aldrei varð þó af því enda margir aðrir á undan honum með bú. Hann vann þó við minkabú um skeið þar.

Á menntaskólaárunum stundaði Gunnar frjálsíþróttir

...