Ráðherrar og þingmenn setjast í nýja stóla þegar Alþingi Íslendinga, 155. löggjafarþingið, verður sett með hefðbundnum hætti næstkomandi þriðjudag, 10. september. Þingsetning er ávallt á öðrum þriðjudegi septembermánaðar
Þingsalurinn Ráðherrastólarnir eru komnir á sinn stað. Ráðherrar setjast í þá við þingsetningu á þriðjudaginn.
Þingsalurinn Ráðherrastólarnir eru komnir á sinn stað. Ráðherrar setjast í þá við þingsetningu á þriðjudaginn. — Morgunblaðið/Eyþór

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Ráðherrar og þingmenn setjast í nýja stóla þegar Alþingi Íslendinga, 155. löggjafarþingið, verður sett með hefðbundnum hætti næstkomandi þriðjudag, 10. september. Þingsetning er ávallt á öðrum þriðjudegi septembermánaðar.

Þetta verður fyrsta þingið sem Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, setur.

Fyrir hvert þing eru gerðar breytingar og lagfæringar á þingsalnum og umbúnaði hans. Oftast eru þær smávægilegar. En að þessu sinni er um að ræða verulegar og sögulegar breytingar.

Gólfið er nýpússað, gluggatjöld hrein og og gluggar lakkaðir. Stærsta breytingin er sú að nýir stólar fyrir þingmenn og ráðherra verða teknir í notkun. Þeir leysa af hólmi stóla sem hafa verið í notkun frá árinu

...