Sjúkraliðar með diplómapróf af háskólastigi hafa aukna getu til að sinna fjölbreyttari og flóknari verkefnum innan heilbrigðisþjónustunnar.
Sandra B. Franks
Sandra B. Franks

Sandra B. Franks

Landspítalinn, stærsta heilbrigðisstofnun Íslands og um leið fjölmennasti vinnustaður landsins, glímir við alvarlegan mönnunarvanda sem hefur víðtæk áhrif á starfsemi spítalans. Skortur á starfsfólki veldur auknu álagi á bæði sjúklinga og starfsfólk. Þó að sjúkraliðar séu ómissandi í daglegri umönnun sjúklinga, er vinnuframlag þeirra oft vanmetið og þeir fá litla athygli, eins og kemur fram í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar um fjármögnun og áætlanagerð Landspítalans.

Mönnunarvandi og lykilhlutverk sjúkraliða

Landspítalinn hefur lengi glímt við skort á starfsfólki, sérstaklega læknum og þeim sem vinna við hjúkrun. Í þessari stöðu gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þar sem þeir veita grunnhjúkrun og eru oft fyrsta tenging við sjúklinga. Þetta hlutverk þeirra er ekki einungis mikilvægt, heldur

...