Varnaræfingunni Norður-Víkingi lauk í vikunni, eftir ellefu daga samvinnu Íslands, Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO. Þar var meðal annars lögð áhersla á öflugar varnir lykilinnviða, skjótan flutning á mannafla og …

Varnaræfingunni Norður-Víkingi lauk í vikunni, eftir ellefu daga samvinnu Íslands, Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO. Þar var meðal annars lögð áhersla á öflugar varnir lykilinnviða, skjótan flutning á mannafla og búnaði til landsins og samhæfingu bandalagsþjóða, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Um 1.200 manns, þar af um 200 Íslendingar, tóku þátt í æfingunni að þessu sinni sem er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti.

Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu utanríksráðherra að æfingin hafi sent sterk skilaboð um varnarskuldbindingar og gefi mikilvægt tækifæri til að treysta samstarf íslenskra stofnana við nánustu bandamenn Íslands.