Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Úkraínumenn þyrftu fleiri vopn frá bandamönnum sínum til þess að reka Rússa af úkraínsku landi. Selenskí lét ummæli sín falla á fundi helstu bandalagsríkja Úkraínu á Ramstein-herflugvellinum í Þýskalandi, þar sem vopnaþörf Úkraínumanna var rædd
Ramstein Volodimír Selenskí Úkraínuforseti (fyrir miðju) ávarpar hér fund bandamanna á Ramstein-flugvellinum en við hlið hans sitja varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, Lloyd Austin (t.v.) og Rústem Úmerov.
Ramstein Volodimír Selenskí Úkraínuforseti (fyrir miðju) ávarpar hér fund bandamanna á Ramstein-flugvellinum en við hlið hans sitja varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, Lloyd Austin (t.v.) og Rústem Úmerov. — AFP/Daniel Roland

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Úkraínumenn þyrftu fleiri vopn frá bandamönnum sínum til þess að reka Rússa af úkraínsku landi. Selenskí lét ummæli sín falla á fundi helstu bandalagsríkja Úkraínu á Ramstein-herflugvellinum í Þýskalandi, þar sem vopnaþörf Úkraínumanna var rædd.

Selenskí hvatti bandamenn Úkraínu til þess að senda fleiri F-16-orrustuþotur til landsins, auk þess sem farið væri að bera á skorti á eldflaugum. Ítrekaði Selenskí jafnframt kröfu sína um að fá langdrægar eldflaugar og leyfi til þess að beita þeim innan landamæra Rússlands.

Fulltrúar um fimmtíu ríkja mættu til fundarins í Ramstein og nýttu þeir tækifærið líkt og á fyrri Ramstein-fundum til þess að tilkynna opinberlega næstu sendingar sínar

...