Nablus Félagar Eygis bregðast hér við andlátsfregninni í gærmorgun.
Nablus Félagar Eygis bregðast hér við andlátsfregninni í gærmorgun. — AFP

Stjórnvöld í Tyrklandi fordæmdu í gær Ísraelsher fyrir að hafa myrt aðgerðasinnann Aysneur Ezgi Eygi, en hún var skotin til bana í mótmælum gegn landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum, sem haldin voru í bænum Beita fyrr um morguninn.

Sögðu Tyrkir að Eygi hefði verið skotin af „hersetuliði“ Ísraelsmanna þegar herinn reyndi að dreifa mótmælendum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fordæmdi sérstaklega það sem hann kallaði „villimannsleg inngrip“ Ísraels í mótmælin og sagðist hann biðja fyrir sálu Eygis.

Hin 26 ára gamla Eygi var með bæði bandarískan og tyrkneskan ríkisborgararétt, en hún var flutt með skotsár á höfði á sjúkrahús í Nablus þar sem læknar lýstu yfir andláti hennar við komuna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, fordæmdi í gær hið „hörmulega andlát“ Eygi og

...