Svartur á leik
Svartur á leik

1. c4 c5 2. e3 Rf6 3. d4 e6 4. d5 d6 5. Re2 exd5 6. cxd5 g6 7. Rec3 Bg7 8. Bb5+ Bd7 9. Bd3 0-0 10. 0-0 Ra6 11. e4 Rc7 12. a4 a6 13. Bf4 De7 14. Ra3 Rh5 15. Be3 b5 16. axb5 axb5 17. Raxb5 Hxa1 18. Dxa1 Bxb5 19. Rxb5 Rxb5 20. Bxb5 Dxe4 21. Da6 Rf4 22. Bxf4 Dxf4 23. b3 Be5 24. g3 Df3 25. Bc4 h5 26. Da2 Bd4 27. He1 h4 28. De2 Df5 29. Hd1 Kg7 30. Hd3 He8 31. Df1 h3 32. g4

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem fram fór í Teplice í Tékklandi síðastliðinn júní. Indverski alþjóðlegi meistarinn Krishna Ajay (2.359) hafði svart gegn tékkneskum kollega sínum, Tomas Kraus (2.481). 32. … Dxf2+! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Í dag lýkur opnu alþjóðlegu móti í Las Palmas á Kanaríeyjum en fjórir íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu, þar á meðal stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, sjá nánar á skak.is.