Edmundo González Urrutia, frambjóðandi Lýðræðisbandalagsins, helsta stjórnarandstöðuflokks Nicholás Maduro forseta Venesúela, hefur flúið land og hlotið pólitískt hæli á Spáni. González var fluttur með aðstoð spænska hersins og flaug með spænskri herflugvél úr landi í gær. Yfirvöld í Venesúela gáfu út handtökuskipun á hendur González eftir að stjórnarandstaðan dró niðurstöður kosninganna í júlí í efa, sem tryggðu Maduro forsetastólinn að nýju þvert á útgönguspár og fylgiskannanir. González hefur verið í felum í heimalandinu frá því að skipunin var gefin út.

Yfirvöld í Venesúela hafa umkringt sendiráð Argentínu í Caracas, höfuðborg Venesúela, sem hýsir nú sex pólitíska andstæðinga Maduros vegna gruns um að þar fari fram skipulagning hryðjuverka. Sendiráðið, sem og argentínsk hagsmunamál í Venesúela, hafa verið undir umsjá Brasilíu eftir að slitnaði upp úr diplómatískum samskiptum Argentínu og Venesúela

...