Ólafur Magnússon fæddist 5. október 1930. Hann lést 14. júlí 2024.

Útför fór fram í kyrrþey 25. júlí 2024.

Ólafur Magnússon Lionsfélagi okkar lést 14. júlí sl. Hann var ávallt kenndur við fæðingarhúsið sitt Höskuldarkot og kallaður Óli í Koti. Óli var sonur þeirra merkishjóna Magnúsar Ólafssonar og Þórlaugar Magnúsdóttur í Höskuldarkoti. Magnús var einn stærsti útvegsmaðurinn í Njarðvík á fyrri hluta síðustu aldar og lét byggja fyrir sig báta erlendis á kreppuárunum sem þótti mjög athyglisvert á þeim tíma. Var hann forgöngumaður um ýmis framfaramál, m.a. hafnargerð í Ytri-Njarðvík. Þegar Ungmennafélag Njarðvíkur og Kvenfélag Njarðvíkur, bæði stofnuð árið 1944, keyptu herbragga undir félagsstarf sitt, en fengu hvergi lán fyrir kaupunum, þá lánaði Magnús þeim fyrir kaupverðinu 30 þúsund krónur að því er fram kemur í Sögu Njarðvíkur. Húsið

...