Jón Bjarni Jóhannesson fæddist 17. september 1942 í Hlíðarhaga, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. ágúst 2024.

Foreldrar Jóns voru Jóhannes Jóhannesson, f. 19. maí 1907, d. 24. nóvember 1995, og Valgerður Sigurvinsdóttir, f. 6. ágúst 1918, d. 24. maí 1996. Seinni maður hennar var Sigtryggur Jónsson, f. 3. júlí 1920, d. 23. desember 1993.

Systkini Jóns eru: Guðrún Borghildur, f. 24. janúar 1941, eiginmaður hennar Stefán Ásgeir Guðmundsson, f. 2. ágúst 1931, d. 30. janúar 1996, þau áttu sjö börn; Sigurvin Guðlaugur Þór, f. 21. september 1946, eiginkona hans Margrét Björgvinsdóttir, f. 5. nóvember 1949, og eiga þau tvo syni; Sigríður Heiðbjört, f. 1. febrúar 1954, eiginmaður hennar Eiður Gunnlaugsson, f. 12. mars 1957, og eiga þau þrjú börn. Uppeldissystir Jóns er Rósamunda Káradóttir, f. 29. júní

...