Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, tekur undir með sveitarstjórn Skaftárhrepps um að nauðsynlegt sé að uppfæra rýmingaráætlun fyrir svæðið og bæta fjarskiptainnviði. Í ályktun sveitarstjórnarinnar er kallað eftir heildaruppfærslu…
Mýrdalshreppur Rýmingaráætlunin var síðast uppfærð 2017.
Mýrdalshreppur Rýmingaráætlunin var síðast uppfærð 2017. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Birta Hannesdóttir

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, tekur undir með sveitarstjórn Skaftárhrepps um að nauðsynlegt sé að uppfæra rýmingaráætlun fyrir svæðið og bæta fjarskiptainnviði.

Í ályktun sveitarstjórnarinnar er kallað eftir heildaruppfærslu rýmingaráætlana fyrir Álftaver og nærliggjandi svæði, með tilliti til stærri atburða eins og Kötlugoss. Rýmingaráætlunin var síðast uppfærð árið 2017 og síðan þá hefur íbúum á svæðinu fjölgað auk þess sem ferðamannastraumurinn er orðinn mikill. Ekki er öruggt að ferðamenn séu upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef Katla gýs.

Einar segir að kallað hafi verið eftir uppfærðri rýmingaráætlun í mörg ár en að því miði býsna

...