Fjögur Íslendingalið eru á leið til landsins í vetur eftir að Valur tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik á laugardaginn. Valur og FH verða bæði í riðlakeppninni en FH fékk sæti þar sem Íslandsmeistari og…
Heimkoma Guðjón Valur Sigurðsson verður mótherji FH-inga.
Heimkoma Guðjón Valur Sigurðsson verður mótherji FH-inga. — Ljósmynd/Gummersbach

Fjögur Íslendingalið eru á leið til landsins í vetur eftir að Valur tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik á laugardaginn.

Valur og FH verða bæði í riðlakeppninni en FH fékk sæti þar sem Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistarar Vals komust áfram þrátt fyrir átta marka tap, 32:24, gegn Spacva Vinkovci í Króatíu. Valsmenn unnu fyrri leikinn með níu mörkum og sluppu því áfram.

Bjarni í Selvindi var markahæstur Valsmanna í Króatíu með 7 mörk og Björgvin Páll Gústavsson átti góðan leik í markinu í síðari hálfleik.

Melsungen og Porto

Melsungen frá Þýskalandi, Porto frá Portúgal og Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu verða í riðli með Val. Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson leika

...