Björn Jónasson útgefandi lést 6. sept­em­ber, 70 ára að aldri. Björn fædd­ist í Reykjavík 20. júní 1954. For­eldr­ar hans voru Jónas Bergmann Jónsson fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen húsmóðir. Björn hóf útgáfuferil sinn sem ritstjóri…

Björn Jónasson útgefandi lést 6. sept­em­ber, 70 ára að aldri.

Björn fædd­ist í Reykjavík 20. júní 1954. For­eldr­ar hans voru Jónas Bergmann Jónsson fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen húsmóðir.

Björn hóf útgáfuferil sinn sem ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands og kom að starfsemi Gallerís Svart á hvítu í Suðurgötu 7 í Reykjavík. Það var mikil lyftistöng fyrir þá gerjun sem þá var í íslenskri myndlist, einkum fyrir unga myndlistarmenn og þar á meðal úr nýlistadeildinni, sem þá lét að sér kveða en fékk síður brautargengi í hefðbundnum myndlistarsölum.

Hann lét víðar til sín taka á tímum umbrota í listum og stjórnmálum, þar sem markmiðið var að gera menninguna bæði frá fyrri tíð og samtíma aðgengilega almenningi.

Björn stofnaði útgáfuna Svart á hvítu sem gaf út Íslendingasögurnar með nútímastafsetningu, Sturlungasögu og heildarverk Jónasar Hallgrímssonar. Þá hóf útgáfan vinnu við útgáfu Sögu-Atlas.

Svart á hvítu var jafnframt útgefandi

...