Gríðarleg spenna er í toppbaráttu 1. deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina um næstu helgi en að lokinni 21. og næstsíðustu umferðinni um helgina skilja aðeins sex stig að efstu sex liðin. Ljóst er að annað hvort ÍBV eða Fjölnir vinnur deildina og fer beint upp í Bestu deildina
Stórsigur Bjarki Björn Gunnarsson skorar fjórða mark Eyjamanna í sigrinum gegn Grindvíkingum á Hásteinsvelli í gær, 6:0.
Stórsigur Bjarki Björn Gunnarsson skorar fjórða mark Eyjamanna í sigrinum gegn Grindvíkingum á Hásteinsvelli í gær, 6:0. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Fyrsta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Gríðarleg spenna er í toppbaráttu 1. deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina um næstu helgi en að lokinni 21. og næstsíðustu umferðinni um helgina skilja aðeins sex stig að efstu sex liðin.

Ljóst er að annað hvort ÍBV eða Fjölnir vinnur deildina og fer beint upp í Bestu deildina. ÍBV er með 38 stig á toppnum eftir stórsigur á Grindavík, 6:0, og Fjölnir endurheimti annað sætið með 37 stig með því að sigra Aftureldingu í lykilleik í Grafarvogi, 2:0.

Eyjamenn eiga fyrir höndum útileik gegn Leikni í Reykjavík og eru komnir upp ef þeir vinna. Það verður þó enginn hægðarleikur því Leiknismenn hafa verið á mikilli siglingu, unnu Þrótt 3:2 í Laugardalnum í gær og eru ósigraðir í sjö leikjum

...