Grótta fór vel af stað í úrvalsdeild karla í handknattleik á laugardaginn og sigraði KA, 29:25, á Seltjarnarnesi í síðasta leik fyrstu umferðar deildarinnar. Jón Ómar Gíslason skoraði 9 mörk fyrir Gróttu og Jakob Ingi Stefánsson 7, og Magnús Gunnar…

Grótta fór vel af stað í úrvalsdeild karla í handknattleik á laugardaginn og sigraði KA, 29:25, á Seltjarnarnesi í síðasta leik fyrstu umferðar deildarinnar. Jón Ómar Gíslason skoraði 9 mörk fyrir Gróttu og Jakob Ingi Stefánsson 7, og Magnús Gunnar Karlsson varði 11 skot í marki liðsins. Daði Jónsson og Dagur Árni Heimisson skoruðu 6 mörk hvor fyrir KA og Bruno Bernat varði 13 skot í marki Akureyrarliðsins.

Íslandmeistarar Vals lentu í basli með ÍR í fyrri hálfleik í fyrstu umferðinni í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Hlíðarenda á laugardag en unnu svo öruggan sigur, 35:26. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Val, Elísa Elíasdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5 og Elín Rósa Magnúsdóttir

...