Fimm starfshópar, tvö undirbúningsfélög og framkvæmdanefnd hafa verið stofnuð vegna áforma um framkvæmdir við þjóðarhöll innanhússíþrótta og þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum frá árinu 2015, þegar ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur hóf…

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Iðunn Andrésdóttir

Fimm starfshópar, tvö undirbúningsfélög og framkvæmdanefnd hafa verið stofnuð vegna áforma um framkvæmdir við þjóðarhöll innanhússíþrótta og þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum frá árinu 2015, þegar ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur hóf forathugun fyrir Knattspyrnusamband Íslands í tengslum við nýjan þjóðarleikvang í Laugardal. Er þá ótalinn starfshópur um þjóðarleikvanga sem skipaður var í apríl 2013.

Að verkefninu hafa auk þess komið tvö erlend ráðgjafarfyrirtæki og álíka mörg íslensk. Enn bólar þó ekkert á framkvæmdum og ekki ein einasta skóflustunga hefur verið tekin í Laugardal, þrátt fyrir að stjórnvöld stefni nú að því að reisa nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir og nýjan þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir á næstu þremur til fjórum árum.

...