Tindastóll tryggði sér áframhaldandi sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta með afar sannfærandi sigri á Fylki, 3:0, á Sauðárkróki á laugardaginn, í næstsíðustu umferð neðri hluta deildarinnar. Mörkin komu öll á fyrsta hálftímanum og hin 16 ára gamla…

Tindastóll tryggði sér áframhaldandi sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta með afar sannfærandi sigri á Fylki, 3:0, á Sauðárkróki á laugardaginn, í næstsíðustu umferð neðri hluta deildarinnar.

Mörkin komu öll á fyrsta hálftímanum og hin 16 ára gamla Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði tvö þau fyrstu, það fyrra strax á fyrstu mínútu leiksins.

Fylkir varð að ná í stig til að eiga möguleika fyrir lokaumferðina en Árbæjarliðið er nú fallið ásamt Keflavík, sem varð að treysta á Fylkissigur til að eiga möguleika.

Keflavík og Stjarnan gerðu jafntefli, 4:4, í ótrúlegum leik þar sem Melanie Forbes kom Keflavík í 3:0 með þrennu á fyrstu 32 mínútum leiksins og lagði líka upp fjórða mark liðsins. Fanney Lísa Jóhannesdóttir, 15 ára, og Úlfa Dís

...