Það er furðuleg afstaða að halda að þær þúsundir höfuðborgarbúa sem daglega bíða í löngum bílaröðum á Reykjanesbrautinni bíði einnig með öndina í hálsinum eftir brúnni yfir í Kársnesið.
Björn Gíslason
Björn Gíslason

Björn Gíslason

Samgöngusáttmálinn sem upphaflega var undirritaður fyrir fimm árum hefur nú loksins verið uppfærður. Þegar uppfærsluákvæði hans var virkjað vorið 2023 var gert ráð fyrir að uppfærsla hans tæki einn og hálfan mánuð og lyki fyrir þingrof. En hún tók 18 mánuði. Það er líklega álíka vanefnd og seinkun og við sjáum í framkvæmdaáætlun upphaflega sáttmálans.

Þegar frá eru taldir þrír verkþættir sem voru upphaflega á vegaáætlun ríkisins og sem Vegagerðin hafði hannað og síðan framkvæmt snerist framkvæmdaáætlun sáttmálans frá 2019 um átta meginframkvæmdir við stofnbrautir og sex um borgarlínu, að viðbættri snjallljósavæðingu, hjólastígum og göngustígum.

Nú, fimm árum eftir undirritun upphaflega sáttmálans, átti helmingur þessara stofnbrautarframkvæmda að vera kominn í gagnið og

...