Karlalandslið Íslands í fótbolta þurfti að sætta sig við ósigur gegn Tyrklandi, 3:1, í annarri umferð Þjóðadeildarinnar í fótbolta í Izmir í gærkvöld. Tyrkir komust yfir strax á annarri mínútu leiksins en Guðlaugur Victor Pálsson skoraði mark…
— Ljósmynd/Alex Nicodim

Karlalandslið Íslands í fótbolta þurfti að sætta sig við ósigur gegn Tyrklandi, 3:1, í annarri umferð Þjóðadeildarinnar í fótbolta í Izmir í gærkvöld.

Tyrkir komust yfir strax á annarri mínútu leiksins en Guðlaugur Victor Pálsson skoraði mark Íslands og jafnaði metin í 1:1 og þannig var staðan hálfleik.

Tyrkir náðu aftur forystunni en Arnór Ingvi Traustason komst næstur því að jafna metin í annað sinn í síðari hálfleiknum. Tyrkirnir voru sterkari og tryggðu sigurinn með þriðja markinu undir lokin en Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk þeirra. Tyrkland og Wales eru með fjögur stig, Ísland þrjú stig en Svartfjallaland ekkert. Ísland spilar næst heimaleikina gegn Wales og Tyrklandi, 11. og 14. október, og þeir ráða mestu um framhaldið. » 27