Það má færa rök fyrir því að sjávarútvegur á Íslandi sé í fremstu röð hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar.
Gísli Gíslason
Gísli Gíslason

Gísli Gíslason

Hinn 4. nóvember sl. voru kynntar niðurstöður Sjálfbærniássins 2024, rannsóknar sem framkvæmd var af Prósenti í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Langbrók og stjórnunarfélagið Stjórnvísi. Niðurstöður voru byggðar á netkönnunum, og voru þátttakendur alls 15.000 Íslendingar, 18 ára og eldri. Það er sagt að Sjálfbærniásinn sé nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni.

Almenn niðurstaða í fyrrgreindri sjálfbærnikönnun var að sjávarútvegs-, skipaflutninga- og fjármálafyrirtæki fengu lakasta einkunn. Í ljósi þess má spyrja: Hvað er sjálfbær sjávarútvegur? Svarið hlýtur að liggja í því að í grunninn séu fiskveiðar stundaðar með sjálfbærum hætti. Aðeins þannig getur útvegurinn lagt gott til samfélags og efnahags um fyrirsjáanlega framtíð.

...