Fjölskyldan Stödd á úrslitaleik í körfubolta í vor þegar Valur varð Íslandsmeistari.
Fjölskyldan Stödd á úrslitaleik í körfubolta í vor þegar Valur varð Íslandsmeistari.

Karólína Finnbjörnsdóttir fæddist 10. september 1984 á Landspítalanum í Reykjavík.

Hún ólst upp í Kinnunum í Hafnarfirði og gekk í Öldutúnsskóla fram að tíu ára aldri. Hún fluttist þá í Norðurbæinn í Hafnarfirði og lauk grunnskólaprófi frá Víðistaðaskóla árið 2000. Hún gekk í Flensborg og lauk stúdentsprófi af málabraut árið 2003. Í kjölfarið fór hún í frönskunám í La Rochelle í Frakklandi og síðan við Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2008 og meistaraprófi frá lagadeild árið 2010.

Karólína starfaði sem dómritari við Héraðsdóm Reykjavíkur í sumarafleysingum samhliða laganáminu árin 2007-2009. Eftir útskrift var hún ráðin sem saksóknarfulltrúi til embættis sérstaks saksóknara. „Þar starfaði ég við rannsókn og saksókn stórra efnahags- og auðgunarbrota fram til ársins 2015. Ég var þá ráðin

...