Þau halda áfram að eiga vingott karlinn á Laugaveginum og kerlingin á Skólavörðuholtinu. Þó að það gangi á ýmsu. Karlinn svaraði kerlu í Vísnahorni á fimmtudag, þar sem hann taldi upp ýmsar rammíslenskar krásir

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Þau halda áfram að eiga vingott karlinn á Laugaveginum og kerlingin á Skólavörðuholtinu. Þó að það gangi á ýmsu. Karlinn svaraði kerlu í Vísnahorni á fimmtudag, þar sem hann taldi upp ýmsar rammíslenskar krásir. En ekki virðist það duga til að heilla kerlinguna, sem sendir honum tóninn sem fyrr:

Nú er ég á þrjóti þreytt,

þungt ég styn og blóta,

karlinn þráir naumast neitt

nema eta og hrjóta.

Skagfirðingurinn Gísli Rúnar Konráðsson var á málþingi í Kakalaskála, þar sem fjallað var um Sturlungaöldina frá ýmsum sjónarhornum, og fannst það bæði fróðlegt og bráðskemmtilegt. Nálægt honum sátu þeir Pétur „steralæknir“ Pétursson,

...