Í minningargrein um Eyjólf Skúlason eftir Andrés Sigurvinsson, sem birtist í blaðinu í gær, 9. september, misritaðist ljóð eftir Gyrði Elíasson. Er það því birt hér aftur:

Skófatnaður

„Í framtíðinni,“ sagði hann,

„verða tímaferðalög sennilega

jafn vinsæl og ferðalög um öll

heimsins höf í núvitund.“

Ég leit á skóna hans af tilviljun,

þeir voru alveg greinilega
frá því kringum

1930.