Munu einungis þau fyrirtæki sem bjóða hæstu múturnar fá leyfi til starfa í framtíðinni?
Magnús B. Jóhannesson
Magnús B. Jóhannesson

Magnús B. Jóhannesson

Hún er undarleg þróunin í viðskiptum einkaaðila við opinbera aðila sem á sér stað núna. Það er ekki annað að sjá en að fyrirtæki séu farin að bera fé á opinbera aðila til að fá leyfi til starfa.

Í Morgunblaðinu 4. september síðastliðinn segir frá fiskeldisfyrirtæki í Fjallabyggð sem hefur brugðið á það ráð að bjóða nokkrum sveitarfélögum hlut í félaginu þeim að kostnaðarlausu. Á sama tíma fer einn sveitarstjóri á Suðurlandi harkalega fram fyrir hönd síns sveitarfélags og í einu orðinu neitar að veita raforkuvirkjun starfsleyfi sem þýðir áralangar tafir á afgreiðslu leyfisbeiðna nema fáist meiri tekjur af orkumannvirkjum sem í sveitarfélaginu eru – og í hinu orðinu hótar kærum.

Slík tilraun til fjármálamisferlis er sveitarfélögum landsins til skammar í besta falli og í

...