Reitir fasteignafélag er eigandi þróunarsvæðis í Korputúni. Svæðið er við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Félagið hefur skrifað undir viljayfirlýsinguvið JYSK um kaup á lóðum á svæðinu…

Reitir fasteignafélag er eigandi þróunarsvæðis í Korputúni. Svæðið er við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Félagið hefur skrifað undir viljayfirlýsinguvið JYSK um kaup á lóðum á svæðinu og Bónus hefur undirritað viljayfirlýsingu varðandi verslunarhúsnæði í hverfinu.

Það sem vekur kannski einna helst áhuga ViðskiptaMogga er að reiturinn er skipulagður út frá þörfum fólks og náttúrunnar, samhliða þeim þáttum sem eðlilegt hefur þótt að miða við eins og aðgengi, vöruflutningum og öðru. Aldrei áður hefur verið gengið svo langt í að styðja við líffræðilega fjölbreytni og vatnafar við hönnun atvinnuhverfis, segir í tilkynningu frá Reitum.

Jafnframt segir í tilkynningu: „Landslagsarkitektar hafa skilgreint plöntuval fyrir ólík svæði innan hverfisins með það að markmiði að gróðurinn sé

...