Stigatala stórmeistarans Vignis Vatnars Stefánssonar var 2.462 hinn 1. maí síðastliðinn en síðan þá hefur Vignir farið á kostum og fær hann þann heiður að tefla á fyrsta borði fyrir íslenska landsliðið í opnum flokki á ólympíuskákmótinu sem hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi
Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

Stigatala stórmeistarans Vignis Vatnars Stefánssonar var 2.462 hinn 1. maí síðastliðinn en síðan þá hefur Vignir farið á kostum og fær hann þann heiður að tefla á fyrsta borði fyrir íslenska landsliðið í opnum flokki á ólympíuskákmótinu sem hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi. Þessi staða kom upp á alþjóðlegu móti á Tenerife á Spáni sem lauk fyrir skömmu en Vignir (2.526) hafði hér hvítt í lokaumferðinni gegn stigahæsta keppanda mótsins, Merab Gagunashvili (2.563). 50. Hb8! Hc2 51. Hg8+! Kf7 52. Bd5+ Ke7 53. b6 Rc5 54. Hg7+ Kf8 55. Hxh7 Hb2 56. b7 Ra6 57. Kf6 Hb6+ 58. Be6 og svartur gafst upp. Með þessum sigri tryggði Vignir sér efsta sætið á þessu sterka opna alþjóðlega móti og var þetta þriðji mótasigur Vignis sumarið 2024. Spennandi verður að fylgjast með honum á sínu fyrsta ólympíumóti í Búdapest.