„Verkefnið leggst mjög vel í okkur. Við erum að leggja lokahönd á undirbúninginn í dag [í gær]. Við undirbúum okkur fyrir öðruvísi leik en var á móti Dönum. Það eru kannski öðruvísi áherslur og öðruvísi leikur sem þetta gæti orðið,“…
Víkin Þjálfarinn Ólafur Ingi Skúlason fyrir æfingu á Víkingsvelli í gær. Sigur gegn Wales kæmi U21-árs liðinu í góða stöðu í I-riðli.
Víkin Þjálfarinn Ólafur Ingi Skúlason fyrir æfingu á Víkingsvelli í gær. Sigur gegn Wales kæmi U21-árs liðinu í góða stöðu í I-riðli. — Morgunblaðið/Karítas

U21 árs liðið

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Verkefnið leggst mjög vel í okkur. Við erum að leggja lokahönd á undirbúninginn í dag [í gær]. Við undirbúum okkur fyrir öðruvísi leik en var á móti Dönum. Það eru kannski öðruvísi áherslur og öðruvísi leikur sem þetta gæti orðið,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu karla, í samtali við Morgunblaðið.

Liðið mætir Wales í I-riðli undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli klukkan 16.30 í dag. Ísland vann glæsilegan sigur á Danmörku, 4:2, á föstudag í riðlinum.

„Á sama tíma er fókusinn svolítið á okkur sjálfa líka, að við höldum áfram að gera okkar og það sem við erum góðir í. Ef við gerum það vel eigum við góða

...