Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Hinsti þingvetur fyrir kosningar er hafinn; starfsáætlun þingsins komin, þingsetning í dag, þingmálaskráin á leiðinni, fjárlagafrumvarpið á morgun, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína annað kvöld.

Fleira er þó samkvæmt hefðbundinni dagskrá, því forysta ASÍ, BSRB og Kennarasambandsins boða til „sögulegra“ mótmæla á Austurvelli síðdegis gegn „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því stór heildarsamtök launafólks mótmæltu síðast. Já, jæja.

Ekki er þó krafist lægri ríkisútgjalda í viðureign við verðbólgu. Verkó lítur ekki heldur svo á, að hún beri nokkra ábyrgð með óraunhæfum kaupsamningum umfram framleiðni og útflutningsverðmæti. Öðru nær, því þar er enn í gildi slagorðið „Það

...