Kosningavíxlar á ábyrgð skattgreiðenda staflast upp

Með þingsetningu í dag hefst þingvetur fyrir kosningar, en þá eykst jafnan metnaður stjórnarliða fyrir hönd kjósenda og fjármuna þeirra, eins og sjá má af þingmálaskrá ráðherranna, sem sagt er frá í forsíðufrétt blaðsins í dag.

Líkt og lesa mátti í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær er metnaðurinn þó um sumt slíkur, að hann gat hvorki beðið þingsetningar né framlagningar fjárlagafrumvarps.

Fyrir liðlega viku undirrituðu þrír ráðherrar, borgarstjóri og fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) nefnilega viljayfirlýsingu um tvo þjóðarleikvanga fyrir fótbolta og frjálsíþróttir í Laugardal.

Rétt er að ítreka að þær fyrirætlanir eru alls óskyldar áformum um „þjóðarhöll“ í Laugardal, sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra

...