Einstökum kafla í handboltasögunni lýkur í lok ársins þegar Þórir Hergeirsson hættir störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik. Þórir er sigursælasti þjálfari landsliðs í sögu íþróttarinnar því Noregur hefur unnið til tíu…
2024 Þórir Hergeirsson á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem Noregur vann tíundu gullverðlaunin á stórmóti undir hans stjórn.
2024 Þórir Hergeirsson á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem Noregur vann tíundu gullverðlaunin á stórmóti undir hans stjórn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Noregur

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Einstökum kafla í handboltasögunni lýkur í lok ársins þegar Þórir Hergeirsson hættir störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik.

Þórir er sigursælasti þjálfari landsliðs í sögu íþróttarinnar því Noregur hefur unnið til tíu gullverðlauna á stórmótum undir hans stjórn frá því hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009. Það hefur enginn annar þjálfari afrekað í heimshandboltanum, hvorki með kvennalið né karlalið.

Undir stjórn Þóris hefur Noregur orðið Evrópumeistari fimm sinnum (2010, 2014, 2016, 2020 og 2022), heimsmeistari þrisvar (2011, 2015 og 2021) og ólympíumeistari tvisvar (2012 og 2024).

Ein verðlaun enn?

...