Kirkjan er sýndarveruleiki þess sem koma skal.
Örn Bárður Jónsson
Örn Bárður Jónsson

Örn Bárður Jónsson

Hefurðu velt fyrir þér merkingu kirkjulegra hefða og athafna?

Að vera viðstaddur biskupsvígsluna í Hallgrímskirkju þegar frú Agnes Sigurðardóttir vígði eftirmann sinn, séra Guðrúnu Karls Helgudóttur, var hrífandi upplifun.

Hallgrímskirkja var þéttsetin fólki, nær öll prestastéttin var viðstödd ásamt biskupum og gestum frá ýmsum löndum.

Í athöfninni kom skýrt fram að fylgt er frásögn af því þegar hinn kristni söfnuður lagði hendur yfir Pál og Barnabas, bað fyrir þeim og sendi út til að boða fagnaðarerindið.

Biskupsvígsla líkist á margan hátt vígslu konungborinna.

Konungsvígsla Karls III í fyrra var að mestu eins og vígsla Elísabetar

...